Við leitum að nýju nafni á Laxavinnsluna

November 10, 2022

Arctic Fish ehf. opnar á næsta ári nýja laxavinnslu í Bolungarvík. Laxavinnslan verður staðsett á Brjótnum í Bolungarvík sem er eins og allir vita á Vestfjörðum. Í vinnslunni munu vinna um 40 manns og þar verða unnar vörur úr laxi sem fara um allan heim.

Arctic Fish starfar á Vestfjörðum, í nánu samspili við dýrmætar náttúruauðlindir landsins. Starfsemin miðar því öll að því að vera í sátt við náttúruna, þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Við erum stolt af vinnu okkar og umhverfi og róum að því öllum árum að bjóða viðskiptavinum upp á fisk sem alinn er með ábyrgum hætti. Lokaafurðin verður þannig í hæsta gæðaflokki og er ekki aðeins eitthvað sem skapar okkur og samfélaginu tekjur, heldur endurspeglar hún heilindi okkar og landsins sem fóstrar okkur.

Nú vantar okkur nafn á nýju laxavinnsluna og langar að leita til fjöldans með tillögu að nýju nafni. Gott væri ef nafnið væri á sama tíma rammíslenskt og alþjóðlegt. Tillögur að nafni má senda í tölvupósti á afish@afish.is til 1. desember næstkomandi. Vinningshafi fær verðlaun.

Related Posts