Nýr þjónustubátur í flota Arctic Fish

June 15, 2021

Arctic Fish fékk í síðustu viku afhentan sjötta þjónustubátinn og fjórðu tvíbytnuna í flota fyrirtækisins.  Um er að ræða 15 metra bát sem hefur fengið nafnið Saltnes og ber númerið 3001 og er gert út frá Þingeyri. Báturinn verður notaður til að þjónusta sjóeldi fyrirtækisins og verður staðsettur í Dýrafirði þar sem fyrirtækið hefur fjórar eldisstaðsetningar og heimild til að vera með allt að 10.000 tonn af laxi í sjó á hverjum tíma.

Í Saltnesi eru tvær John Deere vélar  hvor um sig 360 hestöfl. Hann er byggður í Póllandi af Euro Industries og er 9 metra breiður.

Related Posts