Meðhöndlun gegn Laxa- og fiskilús í Patreksfirði og Ísafjarðardjúpi

October 30, 2024

Meðhöndla þarf gegn lús á kvíastæðum okkar við Kvígindisdal í Patreksfirði og Sandeyri í Ísafjarðardjúpi.

Áætlaður meðhöndlunartími er eftirfarandi:

Kvígindisdalur frá 27.10.24 þar til meðhöndlun er lokið.

Sandeyri frá 31.10.25 þar til meðhöndlun er lokið.

Lyfjameðhöndlun verður með efninu SliceVet lúsalyfi (Emamectin benzoat) Efnið er vel þekkt og er löng reynsla á því í fiskeldi erlendis. Lyfjastofnun Íslands gerir ekki kröfu á biðtíma fyrir slátrun, sé ekki meðhöndlað oftar en einu sinni á seinstu 60 dögum eldistíma, enda sé öruggt að hámarks lyfjaleyfar í vefjum (e. Maximum Residue Limit / MRL) séu undir ásættanlegum gildum fyrir daglega inntöku (e. Acceptable Daily Intake / ADI).  Ekki eru þekkt neikvæð heilbrigðis áhrif af efninu á lokavöru

Kvíastæðin verða merkt með gulu flaggi meðan á meðhöndlunartíma stendur í samræmi við ASC vottun Arctic Sea Farm.

Fiskisjúkdómanefnd hefur heimilað umbeðna lyfjameðhöndlun.

Allar umsóknir um notkun lyfja gegn Laxa-og fiskilús má finna undir fundargerðir Fisksjúkdómanefndar á heimasíðu Matvælastofnunar (https://www.mast.is/is/um-mast/nefndir-og-rad/fisksjukdomanefnd).

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ólafsson gæðastjóri Arctic Fish

gudmundur@afish.is

Related Posts