Meðhöndlun gegn Laxa- og fiskilús í Arnarfirði

October 25, 2023

Nú ber svo við að meðhöndla þarf gegn lús á kvíastæði okkar við Hvestudal í Arnarfirði.

Áætlaður meðhöndlunartími er eftirfarandi:

Hvestudalur frá 26.10.23 þar til meðhöndlun er lokið.

Kvíastæðið verða merkt með gulu flaggi meðan á meðhöndlunartíma stendur í samræmi við ASC vottun Arctic Sea Farm.

Laxalús(Lepeoptheirus salmonis) og í minna mæli fiskilús(Caligus elongatus) eru með stærstu áskorunum í nútíma laxeldi. Almennt séð er staðan á Vestfjörðum góð þegar kemur að laxa-og fiskilús. Þar er helst að þakka náttúrulegum aðstæðum ásamt lyfjalausum forvörnum, svo sem lúsapilsum og lífrænum lúsavörnum(hrognkelsaseiði). Þrátt fyrir góða stöðu geta komið upp þær aðstæður að óæskilegt magn lúsa mælist í kvíastæðum. Lús og þá sérstaklega laxalús í miklu magni getur haft neikvæð áhrifa á vöxt laxfiska, þá getur hún valdið sárum á uggum og hreistri sem getur aukið líkur á sýkingum hjá eldisfiski. Það er því til mikils að vinna að halda lús í skefjum á eldissvæðum.

Þegar upp koma aðstæður sem þessar sækir Arctic Fish um leyfi til lyfjameðhöndlunar til Matvælastofnunar. Fiskisjúkdómanefnd tekur málið fyrir metur með tilliti til umhverfisskilyrða, fiskistærðar, stöðu lúsasmita og væntanlegrar þróunar á svæðinu. Allar umsóknir um notkun lyfja gegn Laxa-og fiskilús má finna undir fundargerðir Fisksjúkdómanefndar á heimasíðu Matvælastofnunar (https://www.mast.is/is/um-mast/nefndir-og-rad/fisksjukdomanefnd).

 

Lyfjameðhöndlun verður með efninu Salmosan® (Azamethiphos). Efnið er vel þekkt og er góð reynsla á því í fiskeldi erlendis. Lyfjastofnun Íslands gerir kröfu á 10 daggráður (dagur x °C) í biðtíma fyrir slátrun. Salmosan er baðlausn og því eru áhrif efnisins á eldisdýr hverfandi og ekki eru þekkt neikvæð heilbrigðis áhrif af efninu á lokavöru.

 

Related Posts