John Gunnar Grindskar, nýr framkvæmdastjóri eldis

November 28, 2023

John Gunnar Grindskar hefur verið ráðin framkvæmdastjóri eldis (COO Farming) hjá Arctic Fish. John Gunnar hefur störf 1. desember en um er að ræða nýja stöðu hjá félaginu. Allt seiða- og sjóeldi félagsins mun heyra undir hann og þau Egill Ólafsson sem er í frosvari fyrir sjóeldi og Rikke Malene Pedersen í seiðaeldi gegna sínum stöðum áfram undir honum.
John Gunnar hefur mikla reynslu úr sjóeldi. Hann hóf störf hjá Mowi í Noregi 1992 og hefur síðan þá verið í ýmsum stöðum í sjóeldi um allan Noreg, nú síðast sem svæðisstjóri hjá Mowi í Mið-Noregi.
„Við erum sérstaklega ánægð að fá John Gunnar til liðs við okkur. Reynsla hans og þekking mun koma félaginu að miklu gangi í þeirri uppbyggingu sem er framundan “ segir Stein Ove Tveiten forstjóri Arctic Fish.
„Ísland er tiltölulega ný fiskeldisþjóð með sífellt meiri framleiðslu og mikil vaxtartækifæri. Arctic Fish hefur góðan grunn, stjórnar allri virðiskeðjunni frá seiðum í fullunna vöru sjálft sem felur í sér gríðarleg tækifæri. Helsta verkefnið verður að þróa starfsemina áfram og tryggja bestu mögulegu vinnubrögð með dýravelferð og sjálfbærni að leiðarljósi. Ég er fullur tilhlökkunar að taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er,“ segir John Gunnar Grindskar.

Related Posts