Kælismiðjan Frost og Arctic Fish hafa undirritaðan samning þar sem Frost mun hanna og afhenda fullbúið Kælikerfi til ísframleiðslu, krapaframleiðslu og sjókælingar ásamt hráefniskælingu fyrir nýtt Laxasláturhús í Bolungarvík.
Hér er um heildarlausn að ræða sem er að fullu hönnuð hjá Frost og er gert ráð fyrir afhendingu á öllum búnaði í verksmiðjuna seint á þessu ári og að uppsetning og gangsetning á búnaðinum fari fram á fyrsta ársfjórðungi á næsta ári.
“Við hjá Frost erum afar ánægð með það traust sem okkur er sýnt með þessum samningi þar sem áralöng reynsla og þekking Frost á framleiðslu á Ís, krapa og sjókælingu með hámarksnýtni og gæðum skipti okkar viðskiptavin miklu máli” segir Guðmundur Hannesson Framkvæmdarstjóri Frost
Það er lykil atriði að tryggja ferskleika og gæði afurða í slátur og vinnsluferlinu, því þurfti að vanda valið vel og tryggja að öll hönnun og búnaður væri í samræmi við kröfur og væntingar Arctic Fish, við erum afar ánægð með að hafa valið Frost sem samstarfsaðila í þetta stóra uppbyggingarverkefni hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir Stein Ove Tveiten