Aukin afföll í Dýrafirði

January 27, 2022

Á síðustu dögum hefur orðið vart við aukin afföll á laxeldissvæðum  í Dýrafirði. Á þessum árstíma þegar að sjórinn er kaldur og vetrarverður gera vart við sig eykur það álag á laxinn.

Eftir óvenju gott sumar og haust með miklum vexti og litlum afföllum hafa afföll aukist og gætu þessar vikurnar farið í um 3% af lífmassa.

Umræddur fiskur er kominn í sláturstærð svo að slátrun frá Dýrafirði hefur verið flýtt til að koma í veg fyrir frekari afföll. Þaðan hefur verið slátrað um 1.200 tonnum það sem af er ári.

 

Related Posts

Atvik í landeldisstöð

Atvik í landeldisstöð

Fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn átti sér stað bilun í búnaði í seiðaeldisstöð okkar í Norður-Botni í Tálknafirði sem olli því að vatn...