Viðbrögð við sleppingu

september 12, 2023

Arctic Fish hefur unnið markvisst í því að lágmarka umhverfisáhrif vegna sleppingar úr sjókví fyrirtækisins í Kvígindisdal í Patreksfirði sem kom í ljós í eftirliti þann 21.ágúst síðastliðinn. Í kjölfarið var viðbragðsáætlun fyrirtækisins virkjuð og hafa starfsmenn Arctic Fish unnið náið með Fiskistofu og Matvælastofnun að rannsókn málsins. Viðbragðsáætlunin fólst meðal annars í því að leggja net í fjörðinn og tæma kvínna.

Ein helsta rekstrar- og sjálfbærniáhætta Arctic Fish eru sleppingar úr sjókvíum. Þess vegna lítum við þetta atvik mjög alvarlegum augum og vinna stjórnendur hörðum höndum að því að finna leiðir til að lágmarka áhrif sleppingarinnar. Arctic Fish hefur því lagt til við Fiskistofu fyrir hönd sjóeldisfyrirtækja að kanna hvort það sé mögulegt að beita svokallaðri rekköfun í þeim ám þar sem fundist hefur eldisfiskur. Í því felst að ár eru kembdar með markvissum hætti og kannað hvort að þar leynist eldisfiskur. Reynist eldisfiskur vera í ánni er hann fjarlægður. Þessi aðferð hefur reynst vel í Noregi og mikil reynsla er af þessu þar. Arctic Fish og sjóeldisfyrirtækin hafa nú þegar komið á sambandi við aðila sem hafa komið að sambærilegum málum þar í landi og eru þau reiðubúin að taka þetta verkefni að sér á kostnað fyrirtækjanna. Fiskistofa hyggst kynna þessa hugmynd í dag fyrir Landsambandi Veiðifélaga.

„Við hörmum það að eldislax hafi sloppið úr kvíunum okkar í Patreksfirði. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur. Þess vegna höfum við gripið til aðgerða til að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum af sleppingunni. Við teljum okkur vita hvernig götin mynduðust og vinnum nú að því að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Jafnframt höfum við lagt til aðgerðir við Fiskistofu og boðist til að greiða kostnað við þær, sem ættu að tryggja að sá lax sem gengur upp í árnar nái ekki að blandast við villta laxa,“ Stein Ove Tveiten

Nánari upplýsingar veitir Stein Ove Tveiten 8439900 og Daníel Jakobsson 8206827

Related Posts