Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2022

nóvember 16, 2022

Q3 2022: MEGINÁHERSLA LÖGÐ Á FJÁRFESTINGAR Í ÁRSFJÓRÐUNGNUM
Fyrirtækið hélt áfram að fjárfesta mikið í stækkun seiðaeldisstöðvarinnar og í sláturhúsinu sem verið er að byggja í Bolungarvík. Heildar fjárfestingar í ársfjórðungnum námu rúmum 2 milljörðum króna. Töluverðar framkvæmdir verða á komandi mánuðum við fyrrnefnd verkefni, ásamt kaupum á tækjum og búnaði fyrir sláturhúsið. Fjárfestingarnar munu gera fyrirtækinu kleift að auka samkeppnishæfni sína til skemmri og lengri tíma sem og að auka samlegðaráhrif reksturs og að eignast stærri hluta af virðiskeðjunni.
Í fjórðungnum seldi Arctic Fish 1.968 tonn af afurðum, sem er 32% minna magn en á sama tímabili árinu áður. Tekjurnar í fjórðungnum námu 1,7 milljörðum króna, en markaðsverð á laxi lækkuðu töluvert frá síðasta ársfjórðungi. Þrátt fyrir það var rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmar 250 milljónir króna.
Framtíðarhorfur eru góðar og útlit á mörkuðum er gott. Félagið er enn í vaxtarskeiði og áætlar félagið að selja um 9.400 tonn af laxi á árinu 2022 og 14.100 tonn á árinu 2023.

Nánari upplýsingar veitir, Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóri félagsins nst@afish.is, +354 8315300

Related Posts