Arctic Fish auglýsir eftir starfskrafti í 100% starf á skrifstofu félagsins á Ísafirði, starfsmaðurinn yrði hluti af 5 manna fjármála- og bókhaldsdeild fyrirtækisins.
Starfslýsing
Launaútreikningar, launavinnslur og launamál.
Almenn bókhaldsstörf.
Þáttaka í gerð fjárhagsskýrslna og mánaðarskýrslna.
Undirbúningur bókhalds fyrir uppgjör og endurskoðun.
Þáttaka í áætlanagerð og eftirfylgni með áætlunum.
Kostnaðareftirlit
Hæfniskröfur
Viðskiptafræðimenntun er krafist en önnur menntun einnig metin ef umsækjandi hefur reynslu af sambærilegum störfum.
Reynsla af áætlanagerð og framsetningu talnaefnis.
Skipulagshæfni til að geta staðið skil á verkefnum innan tilsetts tíma og hæfni til að geta unnið undir álagi.
Þekking á bókhaldskerfinu DK er æskileg .
Góð kunnátta á Office umhverfinu sérstaklega Excel.
Góð upplýsingatækni- og tölvukunnátta.
Góð enskukunnátta.
Góð samskiptahæfni.
Umsóknir
Umsóknir skal senda rafrænt með tölvupósti á Shiran Þórisson á nst@afish.is sem veitir einnig nánari upplýsingar um starfið. Umsóknum á að fylgja að hámarki 2 síðna starfsferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 13. september næstkomandi.