Enginn grunur um strok eftir gat á netapoka

febrúar 2, 2024

Við reglubundið eftirlit þann 31.janúar síðastliðinn fannst lítið gat í einni kví Arctic Fish í Dýrafirði. Gatið var strax lagað, viðbragðsáætlanir virkjaðar og viðeigandi yfirvöldum tilkynnt um málið. Miðað við stærð og staðsetningu gatsins og að hvorki hafi sést til fisks né hann hafi veiðst utan kvíarinnar eru líkur á storki hverfandi. Fiskistofa mun af þeim sökum ekki aðhafast frekar.

Arctic Fish tekur öll atvik sem gætu leitt til stroks alvarlega. Orsök gatsins var að reipi sem heldur uppi botnhring nuddaðist við netapoka með þessum afleiðingum. Félagið hóf strax skoðun á öllum kvíum félagsins til að staðfesta að ekki séu sambærileg ativik á öðrum staðsetningum.

Gatið var staðsett á tæplega tveggja metra dýpi og var 30×10 cm að stærð. Á þessum árstíma er sjórinn kaldur og fiskurinn heldur sig því almennt lægra en þetta, einnig þar sem fiskurinn laðast að neðansjávarljósunum í kvíunum.

Arctic Fish hefur á undanförnum mánuðum lagt í mikla vinnu við að endurskoða vinnulag innan fyrirtækisins með það að markmiði að lágmarka hættu á stroki. Viðbragðsáætlanir eru virkjaðar strax til að lágmarka möguleg áhrif. Það var gert í þessu tilviki og Fiskistofa hefur tilkynnt að hún muni ekki aðhafast frekar vegna málsins.

Stein Ove Tveiten 8439900 gefur nánari upplýsingar

Related Posts