Arctic Fish ræður Daníel Jakobsson til starfa

desember 21, 2020

Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson til starfa hjá fyrirtækinu sem ráðgjafa í sérverkefnum. Hann mun hefja störf um miðjan janúar.  Daníel er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu og fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.

Arctic Fish er í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á næstu 5 árum.  Félagið er í skráningarferli á norska hlutabréfamarkaðnum og er auk þess í fjárfestakynningum gagnvart innlendum fagfjársetum.   Hjá félaginu starfa í dag tæplega 70 manns og sala félagsins á árinu verður um 7.500 tonn.  Félagið starfar á öllum Vestfjörðum, seiðaeldi félagsins er á Tálknafirði og félagið er með laxeldisleyfi í Patreksfirði, Tálknafirði og Dýrafirði.  Þá er fyrirtækið einnig með leyfi fyrir silungseldi í Ísafjarðdjúpi. Skrifstofa félagsins er á Ísafirði.

Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri

Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóri

Related Posts

Atvik í landeldisstöð

Atvik í landeldisstöð

Fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn átti sér stað bilun í búnaði í seiðaeldisstöð okkar í Norður-Botni í Tálknafirði sem olli því að vatn...